

Vegleg gjöf til skólamötuneytisins
Föstudaginn 6. nóvember síðastliðinn fengum við heldur betur flottan glaðning þegar Slysavarnardeildin Gyða og Kvenfélagið Framsókn afhentu matráðum veglega gjöf til skólamötuneytisins okkar í Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku. Klara Berglind Hjálmarsdóttir, fulltrúi Slysavarnardeildarinnar Gyðu og Erla Rún Jónsdóttir, fulltrúi Kvenfélagsins Framsóknar mættu í Baldurshaga og afhentu matráðum mötuneytisins iðnaðarhrærivél ásamt þar tilgerðu borði og hakkavél. Hrærivélin og borði
Laus staða leikskólakennara á Tjarnarbrekku
Bíldudalsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli. Í grunnskólanum eru 23 nemendur og í leikskólanum eru 11 en fer fjölgandi. Í Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku er Uppbyggingarstefnan höfð að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru samskipti, samvinna og sköpun. Fjölbreyttir kennsluhættir, einstaklingsmiðað nám og samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi. Á leikskólanum Tjarnarbrekku er laus til umsóknar eftirfarandi staða: Staða leikskólak
Hertar sóttvarnaraðgerðir og fyrirkomulag skólanna til 17. nóvember
Kæru foreldrar. Frá og með deginum í dag, til og með þriðjudeginum 17. nóvember hafa hertar aðgerðir tekið gildi í öllum skólum landsins. Fyrirkomulagið hjá okkur verður í samræmi við landið allt en við munum eins og áður huga vel að handþvotti og spritti sem og að allt starfsfólk skólanna og nemendur í 5.-10. bekk munu bera grímur þegar ekki er hægt að koma tveggja metra reglunni við. Við höfum nú "hólfað" hópana niður í grunnskólanum þar sem eldri hópurinn fer ekki á neðri
Laus tímabundin staða stundakennara í stærðfræði
Bíldudalsskóli auglýsir tímabundna lausa stöðu stundakennara í stærðfræði Bíldudalsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli. Í grunnskólanum eru 23 nemendur og í leikskólanum eru 11 en fer fjölgandi. Í Bíldudalsskóla er Uppbyggingarstefnan höfð að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru samskipti, samvinna og sköpun. Fjölbreyttir kennsluhættir, einstaklingsmiðað nám, samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi. Í Bíldudalsskóla eru laus til u
Tilkynning vegna hertra sóttvarnaraðgerða
Kæru foreldrar Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku. Enn er beðið er eftir nýrri reglugerð menntamálaráðherra um takmarkanir í starfi grunn- og tónlistarskóla en von er á reglugerðinni seinna í kvöld og verður þá kynnt skólastjórnendum. Hún byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir en tekur þó ekki gildi fyrir skólana fyrr en miðvikudaginn, 4. nóvember. Nú þegar liggur fyrir að skólunum verður skylt að hólfa starfsemi sína niður. Grímuskylda er fyrir starfsfólk