

Hrekkjavökugleði í Bíldudalsskóla
Í dag fimmtudaginn 29. október var heldur betur hátíð í Bíldudalsskóla. Við héldum í fyrsta skipti hrekkjavökugleði fyrir alla nemendur skólans þar sem dagurinn allur var undirlagður í gleði, hópefli og sameiginlega skemmtun allra, bæði nemenda og starfsfólks. Undanfarnar vikur hafa nemendur rætt um hrekkjavökuna og unnið verkefni í tengslum við þennan dag. Þá höfðu nemendurnir einnig skreytt nánast allar hurðir skólans og breytt þeim í hrekkjavökuhurðir :) Þegar nemendur mæt


Grænn dagur í Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku
Í dag 23. október er Kabuki dagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim en dagurinn er ætlaður til að vekja athygli á Kabuki heilkenninu og er fólk hvatt til að klæðast grænu þennan dag. Kabuki er heilkenni sem verður til vegna stökkbreytingar á litningi 12. Heilkennið getur meðal annars annars leitt til þroskahömlunar og ýmissa líffæragalla. Kabuki heilkennið er afar sjaldgæft og hafa aðeins verið staðfest tvö tilfelli á Íslandi og í heiminum öllum er 1:32.000 sem greinast að


Bleikur dagur í Bíldudalsskóla og á Tjarnarbrekku 15. og 16. október 2020
Fimmtudaginn 15. október var bleikur dagur í Bíldudalsskóla þar sem nemendur og starfsfólk skólans mætti í bleiku. Þá var unnið verkefni í skólanum þar sem nemendur klipptu út form í bleikum lit sem eiga vel við þennan dag en það voru demantur, bleika slaufan og hjarta sem allt eru mjög táknræn form og má túlka á margan fallegan hátt í tengslum við þennan dag. Í dag föstudaginn 16. október var svo bleikur dagur á Tjarnarbrekku þar sem bleika gleðin var heldur betur við völd.
Bíldudalsskóli auglýsir lausar stöður.
Bíldudalsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli. Í grunnskólanum eru 23 nemendur og í leikskólanum eru 10 en fer fjölgandi. Í Bíldudalsskóla er Uppbyggingarstefnan höfð að leiðarljósi og einkunnarorð skólans eru samskipti, samvinna og sköpun. Fjölbreyttir kennsluhættir, einstaklingsmiðað nám, samþætting námsgreina þar sem grunnþættir menntunar endurspeglast í skólastarfi. Í Bíldudalsskóla eru eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: Sérkennari 80-100% staða sérkennara. Starfi
Alþjóðadagur kennara 5. október!
Alþjóðadagur kennara eða kennaradagurinn er haldinn þann 5. október ár hvert. Við óskum öllum kennurum á suðursvæði Vestfjarða sem og kennurum alls staðar á landinu og út um allan heim til hamingju með daginn! Alþjóðasamtök kennara hafa gefið út að yfirskrift kennaradagsins að þessu sinni sé Teachers: Leading in crisis, reimagining the future sem mætti útleggja með þessum hætti; Kennarar: Leiðtogar á krepputímum, endursköpum framtíðina. Set hér inn slóð á heimasíðu Kennarasam