

Smá gleðifrétt í morgunsárið!
Á þessum erfiðu tímum sem við nú göngum í gegnum er óhætt að segja að það tekur á hjá nemendum og starfsfólki skólanna að laga sig að breyttum aðstæðum þar sem ekki má fara á milli stofa, ekki blandast þeim nemendum sem maður er ef til vill oft með og ýmsar kennsluaðferðir og annað sem hreinlega þarf að leggja til hliðar. Sem betur fer höfum við tæknina og með henni getum við gert eitthvað nýtt og spennandi í staðinn og bætt í aðferða- og verkefnabankann okkar :) Í morgun bru
Liðin vika og áframhaldandi skólastarf
Kæru foreldrar og forráðamenn. Þá er þessari viku lokið og skólastarfið hefur gengið vonum framar. Kennslan hefur gengið vel þrátt fyrir miklar breytingar og allir, bæði starfsfólk og nemendur hafa þurft að laga sig að breyttum kennsluaðferðum og breyttum reglum í skólaumhverfinu. Allt starfsfólkið hefur gefið allt sitt í að láta starfið ganga sem best og hafa allir gengið í þau störf sem þarf hverju sinni, hvort sem er að þrífa skólann eða koma inn í kennslu þar sem þarf. Al
Skólahald fimmtudaginn 26. mars
Kæru foreldrar og forráðamenn. Á morgun, fimmtudaginn 26. mars verður skólahald sem hér segir: 1.-4. bekkur mætir kl.8:10 og lýkur skóla kl. 11:50 5.-7. bekkur mætir kl.8.20 og lýkur skóla kl. 12:00 8.-10. bekkur mætir kl. 8.30 og lýkur skóla kl.12:10 Þá vil ég aftur minna foreldra á að passa upp á það að nemendur komi nákvæmlega á þeim tíma sem getið er um hér að ofan því þegar í skólann er komið fara nemendur beint inn í stofu að loknum handþvotti/sprittun. Dagurinn í dag g
Fyrirkomulag skólahalds næstu daga
Kæru foreldrar og forráðamenn. Nú er ný vika tekin við og ljóst er að gera þarf enn frekari ráðstafanir. Við viljum aftur ítreka við ykkur að fylgjast vel með póstinum ykkar næstu daga sem og tilkynningum sem koma inn á Facebook síðu skólans sem og heimasíðuna og síðu Vesturbyggðar þar sem breytingarnar geta orðið enn tíðari frá degi til dags. Frá og með morgundeginum 24. mars verður mötuneytið lokað að minnsta kosti til og með 13. apríl næstkomandi. Þar af leiðandi skerðist
Tilkynning til forráðamanna að beiðni Samhæfingarstöðvar Almannavarna
Reykjavík 20. mars 2020 Efni: Samkomubann og börn Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólast


Ruslabíll á Tjarnarbrekku
Leikskólabörnin hafa að undanförnu unnið að skemmtilegu verkefni með starfsfólki leikskólans sem nú er tilbúið. Þau hafa verið að vinna í því að hanna og búa til ruslabíl! Verkefnið er heldur betur í anda Grænfánans enda hafa Tjarnarbrekka og Bíldudalsskóli verið Grænfánaskólar undanfarin ár. Ruslabílinn ætla þau að nýta til að henda/geyma pappír sem á að fara í endurvinnslu. Glæsilegt verkefni á Tjarnarbrekku! Ruslabíllinn klár! Tjarnarbrekkubörnin alsæl með útkomuna!