

List fyrir alla
Við í Bíldudalsskóla vorum svo heppin að fá að vera fyrsti grunnskólinn á Íslandi sem fékk listakonurnar Tine Louise Kortemand og Maríu Lilju Þrastardóttur í heimsókn til okkar á vegum verkefnisins List fyrir alla. Verkefnið þeirra heitir Nýjar norrænar hefðir – New Nordic rituals og er upprunnið frá Danmörku. Verkefnið byggist upp á samspili ólíkra þátta innan listarinnar, sirkus, gjörningalistar, tónlistar auk kvikmyndalistar. Listasmiðjan er innblásin af fornum Norrænum he


Útikennsla yngsta stigs
Í vetur eru nemendur í 1.-4. bekk í útikennslu einu sinni í viku. Umsjónarkennarar yngsta stigs sjá um útikennsluna þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og áhugaverð viðfangsefni sem tengjast náttúrunni og grenndarsamfélaginu. Miðvikudaginn 2. október fengu nemendur heldur betur skemmtilega heimsókn. Kennararnir höfðu skipulagt hjóladag í útikennslunni. Kennslulotan byrjaði á heimsókn frá lögreglunni í Vesturbyggð. Þeir ræddu við nemendur um umferðaröryggi og hj