Lesfimi-árangur í lestri í Bíldudalsskóla

Frá árinu 2016 hafa orðið gríðarlegar framfarir í lestarhraða nemenda við Bíldudalsskóla. Þegar mælingar hófust var meirihluti nemenda skólans undir 90% viðmiðum um lestrarhraða. Þ.e. 90% nemenda á sama aldri lesa á svipuðum hraða miðað við árganga. Þegar gögn síðustu þriggja ára eru tekin saman kemur í ljós að nú eru langflestir nemendur Bíldudalsskóla í 90% viðmiðunum og 30% skólans eru í 50% og 25% viðmiðunum. En hér má lesa um lesfimiviðmiðin: https://www.bildudalsskoli.is/lesfimi Bíldualsskóli hefur tekið kröfum um gæði skóla alvarlega og á síðustu árum hefur starfsfólkið unnið stíft að því að innleiða skapandi starfshætti, einblína á skólamenningu skólans og viðhorf, og gert margbreyti

Þjónusta sálfræðings

Fyrirhugað er að Anna Steinunn sálfræðingur verði í grunnskólum Vesturbyggðar dagana 14.-17. október næstkomandi. Ef foreldrar hafa hug á að nýta sér þjónustuna er hægt að hafa samband í síma 450-2334 eða senda póst á viðkomandi umsjónarkennara, einnig er hægt að fara inn á vef Vesturbyggðar og fylla út beiðni þar sem óskað er eftir þeirri sérfræðiþjónustu en beiðnina má finna hér: https://vesturbyggd.is/stjornsysla/utgafa-og-auglysingar/eydublod/ Bestu kveðjur, skólastjóri

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is