

Bíldudalsskóli fær styrk frá Forriturum framtíðarinnar
Bíldudalsskóli hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Í ár styrkir sjóðurinn 30 skóla um sem nemur tæpum 12 milljónum króna að andvirði. Styrkur skiptast í tvo meginflokka, annars vegar tæpar 7,8 milljónir vegna námskeiða, námsefnisgerðar og kaupa á smærri tækjum í forritunar og tæknikennslu, og hins vegar rúmar 4,2 milljónir króna vegna tölvubúnaðar. Ljóst er að þörf skóla er mikil á þessu sviði því í ár var sótt um styrki sem í heild nema yfir 40 milljónum


Útivist sem val í Bíldudalsskóla
Á vorönn þetta skólaár var í boði að velja útivist sem valgrein í unglingadeildinni. Kennslan innihélt mismunandi afþreyingu úti í náttúrunni og gaf hagnýta reynslu hvernig má nota og nýta það sem náttúran hefur uppá að bjóða. Það eru margir kostir við að læra að nota og njóta umhverfsins í kringum sig, bæði fyrir einstaklinginn, sem meðferð við andlegri- og líkamlegri heilsu og einnig fyrir samfélagið sem heild þar sem að eftir því sem við kynnumst náttúrunni betur því vænna