

Enskt jólaverkefni með vinaskóla á Spáni.
Miðdeildin í Bíldudalsskóla vinnur verkefni um jólahefðir í enskunni núna í desember. Við erum í samvinnu við skólann Teresanio del Pilar sem er staðsettur í Zaragoza á Spáni. Verkefnið er unnið í gegnum eTwinning þar sem við deilum á milli okkar myndum, myndböndum, verkefnum og spurningum. Markmiðið með verkefninu er að öðlast þekkingu á öðru landi og menningu í gegnum jólahefðir, sem og að æfa enskt tungumál. Báðir nemendahópar vinna eftir sömu kennsluáætlun og það er allta


Fullveldishátíð og skapandi skólastarf
Fullveldi Íslands varð 100 ára 1. desember og Bíldudalsskóli hélt upp á tímamótin með sýningu söng og gleði. Undanfarnar vikur hefur allur skólinn verið að vinna að verkefnum tengdum fullveldinu. Við settum upp tímalínu sem spannaði öll hundrað árin þar sem nemendur völdu sér ár og fundu upplýsingar um atburði sem gerðust þetta ár á Íslandi og erlendis. Margt skemmtilegt og áhugavert kom í ljós við þessa vinnu nemenda sem varð til þess að á göngum skólans eða í bíltúrnum heim