

Fréttir af unglingadeild Bíldudalsskóla
Nýjar tölvur Í vikunni fékk unglingadeild Bíldudalsskóla afhentar Chromebook tölvur. Þær eru fljótvirkar, kveikja á sér um leið og þú opnar þær og nemendur geta byrjað strax að vinna að verkefnum sínum. Hver nemandi fær sína tölvu til umráða í skólanum og ber ábyrgð á henni. Við notum mikið Google Classroom við verkefnavinnu svo kennslustundirnar eru að nýtast mun betur. Þetta er liður í því að efla val nemenda á fjölbreyttum námsgögnum því nemendur þekkja sinn eigin námsstíl