

Skólaslit 2018
Skólaslit Bíldudalsskóla verða fimmtudaginn 31. maí kl. 17:00 í Bíldudalskirkju. Eftir athöfnina býður foreldrafélagið uppá kaffiveitingar í Bíldudalsskóla þar sem einnig er hægt að skoða verk nemenda og myndasýningu frá starfi vetrarins. Útskriftarnemar 2018 Jóna Krista Jónsdóttir Svanur Þór Jónsson Skólastjóri


Þjóðhátíðardagur Norðmanna
Í dag 17. maí er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Marte Strandbakken kennari á yngsta stigi mætti í norska þjóðbúningnum í tilefni dagsins og sagði nemendum frá landinu sínu, sögu þess og menningu. Nemendur unnu síðan verkefni þessu tengt.


Hvað gerir kennarinn?
Meginhlutverk kennarans er kennslu- og uppeldisfræðilegt starf með nemendum, að vekja og viðhalda áhuga þeirra á námi, veita þeim handleiðslu á sem fjölbreytilegastan hátt og stuðla að góðum starfsanda og vinnufrið meðal nemenda. Kennari er leiðtogi í námi nemandans og í því felst að kenna nemendum að læra og sækja sér þekkingu í stað þess að miðla henni eingöngu til nemenda. Þetta felur í sér áherslu á að skapa nemendum frjóar og fjölbreytilegar námsaðstæður. Kennarar við Bí


Skóladagatal 2018-2019
Skóladagatal fyrir næsta skólaár er að finna hér: Skóladagatal 2018-2019 Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að hafa það til hliðsjónar þegar verið er að skipuleggja frí fyrir nemendur.


Laus störf við leik- og grunnskóla á Bíldudal skólaárið 2018-2019
Laus störf við Bíldudalsskóla Grunn- og leikskóli á Bíldudal Við Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku eru lausar stöður skólaárið 2018-2019 Bíldudalsskóli: Grunnskólakennarar á yngsta stigi Grunnskólakennarar á miðstigi Íþróttakennari Skólaliði Leikskóli: Deildarstjóri Þroskaþjálfi Leikskólakennarar Upplýsingar veitir Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri, asdissnot@vesturbyggd.is, 450-2333 Umsóknarfrestur er til 14.maí 2018 Helstu verkefni og ábyrgð Annast kennslu nemenda í samrá