
Leiðsagnarmat og vaxtar hugarfar
Í Aðalnámskrá grunnskóla segir að leggja skuli áherslu á leiðsagnarmat þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Nemendum þarf að vera ljóst hvaða viðmið eru lögð til grundvallar í matinu. En hvað er leiðsagnarmat? Kjarninn í leiðsagnarmati (Formative Assessment) er að nemandinn fái (stöðuga) endurgjöf um nám sitt ásamt ábendingum um það hvernig hann geti bætt sig (ráðgjöf, leið