Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Vegna slæmrar veðurspár undanfarið og framundan viljum við biðja foreldra að hafa í huga og vera búin að kynna sér áætlun um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni, enda getur veður þróast með ófyrirséðum hætti og aðstæður verið mjög mismunandi eftir svæðum. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið si

Smiðjulok og þorrablót

Í síðustu viku lauk smiðjunum um norræna goðafræði en hún hafði staðið yfir í nokkrar vikur. Elstu nemendur leikskólans komu í grunnskólann og tóku þátt í verkefninu með nemendum. Við upphaf vinnunnar var haldinn kynning fyrir nemendur um norræna goðafræði og horft á teiknimyndina Hetjur Valhallar. Vikuna eftir tók stöðvavinnan við og fóru nemendur á eina stöð í hverri viku. Það sem var í boði var að leira hálsmen og líkneski, útbúa skuggaleikhús, teikna persónu úr norrænni goðafræði og skrifa lýsingu á henni, ásamt því að útbúa þrívíddarlíkan af ask yggdrasil. Þar sem smiðjulok voru í upphafi þorra var kjörið tækifæri til þess að bjóða foreldrum og forráðamönnum í opið hús. Slegið var upp t

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is