

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Með hækkandi sól sendum við okkar bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár! Sretan Bozic or Vesele vianoce Vesele Vianoce. A stastlivy Novy Rok! Wesolych Swiat Bozego Narodzenia or Boze Narodzenie! Prieci'gus Ziemsve'tkus un Laimi'gu Jauno Gadu! Hyvaa joulua! Gledelig Jul! Glædelig Jul!

Bíldudalsskóli hlýtur styrk
Bíldudalsskóli hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkir sjóðsins eru í formi tölvubúnaðar og fjárstyrks til þjálfunar kennara til að búa þá betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur, samtals um sex og hálf milljón króna að virði fyrir árið 2017. Styrkurinn sem Bíldudalsskóli fékk felst í þjálfun kennara í forritun að verðmæti allt að 100.000 kr. Auk þess sem skólinn fær afhentar 10 tölvur frá sjóðnum að andvirði 650.000 kr. Bíldudalsskóli þakkar Fo


Desember mánuður
Í desember skapast fjölmörg tækifæri til þess að bregða útaf hinu hefðbundna skólastarfi og nálgast hæfniviðmið Aðalnámskrár með enn fjölbreyttari hætti. Þar sem nemendur læra í gegnum leikinn, án þess raun að gera sér grein fyrir að nám eigi sér stað. Í byrjun mánaðarins voru settar upp hurðaskreytingar á stofur skólans. Ákveðið var að setja upp skreytingarnar snemma í ár svo hægt væri að njóta þeirra á aðventunni. Nemendur fylgja verkefninu frá hugmynd að lokaafurð. Með slí


Skapandi skólastarf
Bíldudalsskóli leggur áherslu á skapandi skólastarf. Ástæðan fyrir því er sú að við þurfum á listum og menningu að halda til að spegla okkur í, átta okkur á okkur sjálfum og skilja hvert annað betur. Við þurfum á sköpun að halda til að verða heilsteyptir einstaklingar og til að ráða fram úr hvers konar vanda á tímum umbreytinga. Í sköpun liggur kraftur sem er ekki einungis afar þýðingarmikill fyrir einstaklinginn sjálfan heldur einnig samfélagið í heild. Með því að auka veg


Jólaboð á leikskólann
Í dag 6. desember fengu nemendur í 1. og 2. bekk skemmtilegt heimboð frá leikskólanum Tjarnarbrekku. Þar sem ljósin voru tendruð á jólatréinu sem stendur á lóð leikskólans. Boðið var upp á piparkökur og heitt kakó í kuldanum. Leikið og átt notalega stund saman. Heimsóknin er hluti af verkefninu Brúum bilið. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur.