Hópvinnubrögð

Líkt og nafnið gefur til kynna er um að ræða aðferð sem einstaklingar tileinka sér til þess að leysa viðfangsefni sameiginlega í hópum. Undir hópvinnubrögð koma ýmsar aðrar kennsluaðferðir. Nú í haust hefur verið lögð áhersla á hópvinnubrögð í samfélags- og náttúrufræði hjá yngsta stigi skólans. Að vinna markvisst og vikulega í hópavinnubrögðum er nýtt fyrir nemendum en nemendur hafa tekið þessari nýjung vel og verið fljótir að þjálfast í breyttum kennsluháttum. Unnið er með ákveðin þemu í 6 – 8 vikur þar sem nemendum er skipt upp í hópa, þvert á árganga. Þar reynir á nemendur á hinum ýmsu sviðum, m.a. leita lausna saman, rökræða, komast að niðurstöðu, útfæra og deila verkum. Við upphaf ver

Forvarnardagur gegn einelti

8. nóvember ár hvert fer fram forvarnardagur gegn einelti. Skóladagurinn var því tileinkaður þessum degi, líkt og undanfarin ár hafa allir nemendur í skólanum unnið að sameiginlegu verkefni. Að þessu sinni var unnið verkefni sem ber yfirskriftina "Við höfum öll sama MARK-mið". Hver nemandi fékk útprentaðan fótbolta og á hann skrifað markmið hvernig við viljum hafa skólastarfið. Að þessu verkefni loknu fóru nemendur með sínum umsjónarkennara og unnu verkefni sem fólst í því að skrifa eitt jákvætt um hvern bekkjarfélaga. Þrátt fyrir að deginum sé lokið er þetta viðfangsefni sem unnið er með allt skólaárið. Við erum dugleg að rifja upp hvernig á að umgangast aðra af virðingu.

Dagur íslenskrar tungu

Í gær 16. nóvember var dagur Íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins var íslenski fáninn dreginn að húni og unnin verkefni með tungumálið. Yngsta stig skólans teiknaði myndir tengdar málsháttum og orðtökum og mið- og unglingastig skólans léku fyrrnefnd atriði. Að auki fóru miðstig skólans á leikskólann með brúðuleikritið Búkollu og sýndu við mikinn fögnuð viðstaddra.

Laust starf skólaliða við Bíldudalsskóla

Skólaliði óskast til starfa í 100% starf við Bíldudalsskóla frá 1. febrúar 2018 með starfsstöð í grunnskólanum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands. Bíldudalsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með um 46 nemendur og 10 starfsmenn. Í Bíldudalsskóla er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans. Bíldudalsskóli starfar eftir Uppbyggingarstefnunni eða Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Vinnuaðferðunum er einnig ætlað að

Starfsdagurinn 6. nóvember

Starfsdagurinn 6. nóvember var vel nýttur í Bíldudalsskóla en starfsfólk leik- og grunnskólanum eyddu deginum saman. Dagskráin saman stóð af starfsmannafundi, leshring, hlutbundinni vinnu og fyrirlestri. Þema dagsins var Uppbyggingarstefnan en Bíldudalsskóli hefur unnið með stefnuna undanfarin ár og innleiðing hófst á leikskólanum Tjarnarbrekku í haust. Starfsfólk vann þarfagreiningu, lásu greinar og lærðu um grunn þessarar frábæru stefnu. Jóna Benediktsdóttir settur skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði var með fyrirlestur um stefnuna og hugmyndafræði hennar. Markmið okkar er að fá foreldra á fræðslufund um Uppbyggingarstefnuna en góður árangur næst ef allt skólasamfélagið vinnur að sama mark

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is