Kabuki dagurinn

Alþjóðlegi Kabuki dagurinn er í dag. Hann er haldinn til þess að vekja athygli á Kabuki heilkenninu og mættu nemendur og starfsfólk leik- og grunnskólans í grænu í tilefni hans. Bílddælingurinn Sædís Ey kom ásamt foreldrum sínum í heimsókn og fræddu okkur um heilkennið í tilefni dagsins. Að lokinni heimsókn voru nemendum í 1. - 4. bekk færð mynd af Kabuki tákninu auk grænnar blöðu.

H. C. Andersen smiðjur

Í dag voru fyrstu smiðjulokin á þessu skólaári í Bíldudalsskóla. Foreldrum og öðrum aðstandendum var boðið að koma og skoða afrakstur smiðjuvinnunnar hjá nemendum þar sem þemað að þessu sinni var rithöfundurinn Hans Cristian Andersen og ævintýri hans. Smiðjunum var skipt upp eftir stigum í þetta skiptið en það verður breytilegt í vetur. Leikskólinn (9 nemendur) tók fyrir ævintýrið um Litla ljóta andarungann og gerðu fjölbreytt verkefni tengd sögunni. Má þar nefna sameiginlega veggmynd með persónum og umhverfi úr sögunni, bók þar sem nemendur myndskreyttu brot úr sögunni og fl. Til gamans má geta að nemendur eru á aldursbilinu 18 mánaða til 5 ára. Yngsta stigið, 1. – 4. bekkur (18 nemendur) u

Brúum bilið - fyrsta heimsókn vetrarins

Í dag fór fram fyrsta heimsóknin í verkefninu Brúum bilið en þá komu elstu nemendur leikskólans í heimsókn til 1. og 2. bekkjar. Unnið er í stöðvavinnu og reynir því á samvinnu nemenda. Að þessu sinni voru fjórar stöðvar, tvær sem tengdust bókstöfunum og tvær með stærðfræðilegum viðfangsefnum. Stefnt er að því að heimsóknirnar verði vikulega í vetur.

Eldfjallasérfræðingar

Nemendur í 1. - 4. bekk í Bíldudalsskóla eru búin að vinna fjölbreytt og skemmtilegt verkefni í samfélags- og náttúrufræði síðustu 6 vikurnar. Þemað var eldfjöll/eldgos. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga og má meðal annars nefna mjög fjöruga umræðutíma, vatnslitamálverk af eldfjöllum, orðaforðaeldfjöll, sögugerð, uppbygging jarðar úr pappa, myndverk um eldgos séð úr geimnum, varúðarskilti og flóttaleiðir, upplýsingar inn á Íslandskort og margt fleira. Að lokum útbjuggu nemendahóparnir fjögur eldfjöll úr pappamassa sem gusu á lokadegi við mikinn fögnuð. Markmiðið var að gera samanburð á annars vegar sprengigosi (coke-light og mentos) og svo hraungosi (edik og matarsódi). Sprengigosið gekk ek

Danskennsla í Bíldudalsskóla

Jón Pétur kom til okkar í vikunni og var með danskennslu fyrir nemendur. Skólahópurinn á leikskólanum kom og dansaði með 1. og 2. bekk og var yndislegt að sjá hvað þau ljómuðu öll af gleði að fá að vera með. Öðrum hópnum var skipt í 3. - 5. bekk og svo voru það 6. - 10. bekkur sem dönsuðu saman. Á lokadegi voru svo allir nemendur saman í íþróttasalnum í svokallaðri samstund í sal. Þar sem eldri nemendur báru ábyrgð á þeim yngri í dansinum og þau yngstu kenndu eldri nemendum dansana sem þau voru búin að læra. Allir stóðu sig með prýði og skemmtu sér vel. Dansinn er frábær viðbót við fjölbreytt skólastarf í Bíldudalsskóla. EndFragment

Að teikna stærðfræðina

Mikið er það skemmtilegt að fá nýjungar inn í skólann. Í ágúst byrjuðu hvorki meira né minna en fimm flottir krakkar í 1.bekk. Þau komu spennt og tilbúin, en vissu á sjálfsögðu ekki hvernig lífið í skólanum myndi verða. Til að stökkið frá leikskólanum yfir í skólann verði sem minnst, er mitt verkefni sem kennari að mæta þessum börnum á þeirra forsendum og undirbúa kennslu sem byggir á reynslunni og kunnáttunni sem þau nú þegar eru með. Við þurfum saman að byggja upp verkfærabanka af hugtökum og smátt og smátt læra skólatungumálið. Til þess að nálgast stærðfræðina höfum við, í byrjun skólaársins, notað teikningar og sögur þar sem tölur, fjöldi, mismunur, stærðir og fleira eru í aðalhlutverkum

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is