

Smiðjur
Í Bíldudalsskóla er unnið í smiðjum tvær kennslustundir í viku. Hver smiðja stendur yfir í sex vikur og ákveðið þema er tekið fyrir. Núna eru nemendur að vinna með þemað: H.C. Andersen. Leikskólinn er að vinna með söguna um Litla ljóta andarungann, yngsta stigið er að vinna verkefni um Eldfærin, miðstigið vinnur með söguna Prinsessan á bauninni og unglingastigið einbeitir sér að sögunni um Litlu hafmeyjuna. Þegar það er unnið í smiðjum geta kennarar samþætt námsgreinar. Til

Lestrarkennsla
Í lestrarkennslu í Bíldudalsskóla er notast við orða- og hljóðaaðferðina. Grundvallaratriði hljóðaaðferðarinnar eru að nemendur skilji að bókstafirnir tákna hljóð orðanna í talmálinu. Í því felst að fyrst eru stafirnir lagðir inn í svokallaðri stafainnlögn eða á stafhljóðasigi. Þar er unnið með stafinn, sögð stutt saga þar sem stafurinn kemur oft fyrir, fundið út orð sem innihalda stafinn og unnið með hann í vinnubók. Þegar stafirnir hafa verið kenndir eru þeir látnir mynda h


List fyrir alla
List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum. Stefnt er að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Nemendur kynnast fjölbreytni listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum. Á þennan hátt


Skipulagsdagurinn
Síðastliðinn föstudag var skipulagsdagur í Bíldudalsskóla en þá héldu kennarar til Reykhóla. Í Reykólaskóla fór fram haustþing Kennarasambands Vestfjarða þar sem kennarar og skólastjórnendur af Vestfjörðum hittust til að fræðast og kynnast. Auk aðalfundar félags kennara og skólastjórafélags Vestfjarða voru áhugaverðir fyrirlestrar í boði ásamt námsgagnakynningu frá Menntamálastofnun. Fyrirlestrarnir voru, Leikur að læra hjá Kristínu Einarsdóttur, Legó í kennslu hjá Laufey Eyþ