

Sumarlestur - læsisdagatal
Út er komið læsisdagatal Menntamálastofnunar. Læsisdagatal getur verið skemmtileg leið til að hvetja börn til lestrar í sumarfríinu. Sérfræðingar Menntamálastofnunar hafa unnið eitt slíkt foreldrum til stuðnings. Læsisdagatalið inniheldur fjölmargar spennandi leiðir að lestri, flestar fyrir börn sem eru farin að lesa. Ef barnið þitt hefur ekki náð tökum á lestri getur þú samt sem áður nýtt hugmyndirnar en þú gætir þurft að aðlaga þær að getu barnsins. Við hvetjum þig til að h


Gleðilegt sumarfrí!
Bíldudalsskóli óskar öllum gleðilegs sumars með þakkir fyrir samstarfið á liðnu skólaári. Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10:00.


Hreinn bær = Glöð börn
Í dag, síðasta skóladaginn lögðu nemendur í 1.-4. bekkur lokahönd á umhverfisverkefnið sitt. Unnið var í samvinnu við Vesturbyggð og er núna búið að hengja upp skilti á nokkrum stöðum í þorpinu okkar þar sem stendur „Hreinn bær = Glöð börn“. Nemendur vilja hvetja íbúa og ferðafólk til að vinna saman og halda Bíldudal hreinum, því útbjuggu nemendur skiltin á fjórum tungumálum; spænsku, pólsku, ensku og íslensku. Við viljum þakka Elena og Bozena fyrir að hjálpa okkur að þýð