UNICEF-hreyfingin 2017

Eins og undanfarin ár tekur Bíldudalsskóli þátt í verkefni UNICEF en eitt markmiða UNICEF-hreyfingarinnar er valdefling barna. Mikilvægur þáttur hennar er að fræða börnin um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðstæður jafnaldra sinna um allan heim, efla þau til þátttöku, og gefa þeim tækifæri til að sýna hug sinn í verki með framlagi til mannúðarmála. Hugmyndin er að þau átti sig á að öll börn eigi sömu réttindi og að saman geti þau lagt sitt af mörkum – hvert með sínum hætti – til að gera heiminn að betri stað. Börnin safna hóflegum áheitum frá sínum nánustu með stöðvavinnu sem fer fram í ratleik fimmtudaginn1. júní. Þeir sem vilja gefa í söfnunina eru beðnir um að setja peninga (hver og e

Skólaslit 2017

Skólaslit Bíldudalsskóla verða föstudaginn 2. júní kl. 17:00 í Bíldudalskirkju. Eftir athöfnina býður foreldrafélagið uppá kaffiveitingar í Bíldudalsskóla þar sem einnig er hægt að skoða verk nemenda og myndasýningu frá starfi vetrarins. Útskriftarnemar 2017 Áslaug Stella Steinarsdóttir Guðbjörg Ásta Andradóttir Pálmi Snær Jónsson Veronika Karen Jónsdóttir Skólastjóri

Útistund í góða veðrinu

Yngsta stig skólans hefur nýtt veðurblíðuna undanfarið og skólastarfið farið fram utandyra. Á föstudaginn hjóluðu nemendur fram að Litlu Eyri í síðustu fuglaskoðun vorsins. Fjöldi farfugla hafði bæst í hópinn og nokkrir þeirra búnir að verpa. Í dag fóru nemendur í ratleik. Í leiknum voru allar námsgreinar samþættar, nemendum var skipt í lið og fékk hvert lið spjaldtölvu til nota. Búið var að dreifa QR kóðum um skólalóðina sem þeir áttu að skanna með tölvunni til þess að fá upp fyrirmæli. Lausnina tóku þeir upp á myndskeið. Því næst var farið í að útbúa skilti á ýmsum tungumálum þar sem fólk er vakið til umhugsunar um mikilvægi hreinlætis í umhverfinu.

Sveitaferð 5. bekkjar

Í dag fór 5. bekkur í hina árlegu sveitaferð. Fyrst var stoppað í Breiðalæk og fjósið heimsótt. Þar var vel tekið á móti okkur og gaman að sjá kýrnar mjólkaðar. Næst var keyrt að Gíslahelli og hann skoðaður í krók og kima. Við fórum þar á eftir á Brjánslæk og sáum öll litlu nýbornu lömbin. Við enduðum daginn í Birkimel, þar voru grillaðar pylsur og krakkarnir nutu sín við leik í fallegu umhverfi. Frábær dagur og fróðlegur. Við þökkum þeim sem tóku á móti okkur og leyfðu okkur að fylgjast með sveitastörfunum.

Skóladagatal 2017-2018

Skóladagatal fyrir skólaárið 2017-2018 er að finna undir hnappnum Hagnýtt eða á þessari slóð: https://www.bildudalsskoli.is/hagnytt . Það eru vinsamleg tilmæli að foreldrar skipuleggi frí og fjarvistir nemenda með tilliti til þess. Skólastjóri.

Brúum bilið - uppskeruhátíð

Í dag komu elstu nemendur leikskólans í sína síðustu skólaheimsókn. Dagurinn byrjaði á því að nemendur í 4. bekk mættu eldsnemma til þess að útbúa morgunverð fyrir samnemendur sína, boðið var uppá amerískar pönnukökur, eggjabrauð, ávexti og safa. Að morgunverð loknum fóru nemendur í ratleik um skólann þar sem átti að leysa ýmsar þrautir, m.a. telja peninga, skoða býflugu í smásjá og ráða gátu. Við þökkum skólahóp leikskólans fyrir frábærar heimsóknir í vetur og hlökkum til að fá ykkur til okkar í haust.

Við viljum hafa hreinan sjó!

1.-4.bekkur í Bíldudalsskóla vinnur nú að verkefni í lífsleikni þar sem er unnið með umhverfið okkar og hvernig megi stuðla að því að minna rusl lendi sjónum. Nemendur vita að vindur og rigning tekur rusl úr umhverfinu með sér út á hafið. Því fóru nemendur í dag að safna rusli sem mátti finna í kringum skólann. Plastsorp í sjónum er eitt af stærstu umhverfisvandamálum heimsins. Fuglar, fiskar, skjaldbökur, hvalir og aðrar lífverur eru hættu vegna þess. Líffræðingar útum allan heim óska eftir hjálp þar plast er að finnast í látnum lífverum. Okkar markmið er að hjálpa þeim. Á tíu mínútum safnaðist allt það rusl sem myndirnar sýna. Sem er einungis brot af því sem er að finna í litla þorpinu okk

Útikennsla - Brúum bilið

Nemendur skólahóps leikskólans komu í sína vikulegu heimsókn í morgun. Voru hin ýmsu verkefni unnin utandyra að þessu sinni, m.a. var farið í parís, skoðaðar kóngulær í smásjá, lesið bækur úti og myndaðir stafir og form úr steinum. Markmið verkefnisins er, m.a. að: - Efla tengsl milli skólastiga - Nemendur öðlist betri félagsfærni - Að nemendur komist í kynni við náttúruna í nærumhverfi sínu - Nemendur vinni að verkefnum í fjölbreyttu námsumhverfi

Skólabúðir Reykjaskóla

7. bekkur fór í skólabúðir Reykjaskóla vikuna 24.-28. apríl. Það er óhætt að segja að nemendur hafi skemmt sér afskaplega vel og var ferðin vel heppnuð. Markmið skólabúðanna eru: - að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda - að auka félagslega aðlögun nemenda - að þroska sjálfstæði nemenda - að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni - að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta - að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu - að auka athyglisgáfu nemenda Eitt af markmiðum skólabúðanna er að venja nemendur við að búa fjarri foreldrahúsum, sofa á ókunnum stað, sjá um sig, hafa reglu á fötum og farangri sínum og hirða he

Fuglaskoðunarfrétt

Yngsta stigið fór í vettvangsferð. Olea Kristiansdóttir nemandi í 4. bekk skrifaði frétt úr ferðinni. Í dag 3. maí fórum við í 1. - 4. bekk aftur í fuglaskoðun. Það var mjög mikið rusl og drasl í fjörunni. Við fundum gamalt stýri og hreiðrið sem við fundum var skemmt. Við höldum að sjórinn hafi tekið það þegar kom flóð. Við fundum líka fuglabein og tönn. Þegar við komum inn skoðuðum við muninn á fjölda fugla núna og síðast.

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is