Fuglaskoðun

Í dag fóru nemendur á yngsta stigi í fyrstu fuglaskoðununa. Á meðan verkefnið stendur yfir ætla nemendur að halda dagbók sem verður birt hér á heimasíðunni. Fyrstu færsluna skrifaði Sverrir Elí nemandi í 4. bekk. Miðvikudagur 26. apríl 2017 Í dag fórum við í 1. - 4. bekk í fuglaskoðun. Þar var margt að sjá, fundum 3 egg í hreiðri niðri í fjöru, þetta voru egg sem tjaldurinn átti. Það verður gaman að fylgjast með hreiðrinu næstu vikurnar. Við sáum líka æðarfugl og máfager. Næstu vikur ætlum við að fara út reglulega að fylgjast með fuglunum og lífinu í umhverfinu og munum skiptast á að setja inn fréttir hér á heimasíðuna.

Þemaverkefni um fugla

Nemendur á yngsta stigi skólans vinna nú að þemaverkefni um fugla. Markmiðið með því er að nemendur þekki algengustu tegundir fugla í umhverfinu, búsvæði þeirra, lifnaðarhætti og fæðu. Í síðustu viku útbjuggu nemendur fuglahús, veðurblíðan í dag var nýtt til þess að hengja þau upp í skóginum bakvið skólann. Mikil spenna er hjá nemendum hvort fuglarnir láti sjá sig. Á miðvikudaginn er á dagskrá vettvangsferð, þar sem á að skoða fuglanna í nærumhverfinu. Næstu þrjár vikur verður haldið áfram að kíkja reglulega út í náttúruna og fylgjast með gróðrinum lifna við og farfuglunum mæta á svæðið.

Ytra mat í Bíldudalsskóla

Nú á vorönn verður unnið að svokölluðu ytra mati á okkar skóla. Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í skólanum dagana 26.-28. apríl og fara í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig taka þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði. Því má fólk gera ráð fyrir að óskað verði eftir þátttöku einhverra í umræðuhópa en valið verður í þá með slembiúrtaki. Foreldrum verður að sjálfsögðu kynnt fyrirfram ef börn þeirra lenda í slíku úrtaki. Matsaðilar skoða auk þess öll möguleg gögn um skólann, bæði á heimasíðu, prentuð skjöl, samræmd könnunarpróf og aðrar kannanir og hvaðeina sem getur varpað

Sumardagurinn fyrsti

Á morgun, fimmtudaginn 20. apríl fögnum við sumardeginum fyrsta og því verður frí hjá nemendum á morgun. Bíldudalsskóli óskar öllum gleðilegs sumars!

Gleðilega páska!

Bíldudalsskóli sendir öllum bestu óskir um gleðilega páskahátíð.

Árshátíð

Bíldudalsskóli hélt sína árlegu árshátíð í gærkvöldi með hátíðarbrag, það var margt um manninn enda afar metnaðarfull dagskrá í boði. Hátíðin hófst á ljóðaflutningi 1.-4. bekkjar þar sem þau fluttu ljóð eftir ýmsa íslenska höfunda, frumsamin ljóð og á á tveimur tungumálum. Þá næst fluttu fulltrúar nemenda í 10. bekk annál þar sem farið var yfir það helsta sem hefur verið gert í vetur og í kjölfarið spilaði Pálmi Snær Jónsson undurfagurt lag á gítar. Næst á dagskrá sýndu 1.-4. bekkur brot úr ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Nemendur sungu og dönsuðu af hjartans list við mikinn fögnuð áhorfenda. Lokaatriðið var leiksýninginn Út í kött! Kvæði eftir Roald Dahl í þýðingu Benó

Tónmennt og mannkynssaga

Miðdeildin í Bíldudalsskóla hefur síðustu vikurnar kynnt sér hvernig tónlist og sönghefð eru mikilvægur partur af heimssögunni. Sjónum hefur verið beint að þrælasölunni sem var frá Afríku yfir til Bandaríkjanna frá ca. 1500 til 1865. Í 500 ár hefur afrísk-amerísk tónlistarmenning þróast. Hefðir, menning, trúarbrögð og lífstílsbreytingar hafa haft mikil áhrif og lagt grunninn að nýju tónlistarsviði og sönghefðum. Til þess að ná því markmiði að nemendur skilji samþættingu tíma, hefðar og tónlistar hafa verið lesnar bækur, horft á stutt myndbönd, hlustað á mismunandi tegundir og tjáningu á tónlist og einnig hafa nemendur sungið sjálfir. Með því að nálgast viðfangsefnið á fjölbreyttan hátt

Árshátíð Bíldudalsskóla

Árshátíð Bíldudalsskóla verður haldin fimmtudaginn 6. apríl kl. 18:00 í Baldurshaga. Nemendur munu sýna leikrit og að þeim loknum verða kaffiveitingar á vegum foreldrafélagsins. Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir grunnskólabörn og frítt fyrir leikskólabörn. Góðar stundir!

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is