
Danssýning
Nemendur Bíldudalsskóla bjóða foreldrum/forráðamönnum á danssýningu, fimmtudaginn 30. mars kl. 12:35 í íþróttahúsinu Byltu. Nemendur sýna afrakstur dansnámskeiðs sem hefur verið undanfarna daga undir styrkri stjórn Jóns Péturs. Hlökkum til að sjá ykkur.

Hjól og góðar fyrirmyndir
Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust. Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykk

Bókmenntir gleðja
Nemendur í miðdeild lesa nú bókina Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson. Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 1992. Íslenskur menningararfur er að verulegu leyti bundinn bókum og þess vegna kynnast nemendur honum best með lestri ýmiss konar bókmennta. Í bókmenntum finna ungir lesendur fyrirmyndir og geta sett sig í spor persóna. Þannig getur bókmenntakennsla í skólum stuðlað að sterkri sjálfsmynd nemenda og kennt þeim umburðarlyndi í garð ólíkra menningarsamféla

Kennarar á forritunarnámskeiði
Í dag fóru tveir kennarar Bíldudalsskóla á grunnnámskeið í forritun. Þar fengu þátttakendur innsýn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum leikjaforritun. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar og þeim jákvæðu áhrifum sem forritunarkennsla getur haft á börn og unglinga. Notast er við hugarkort og söguborð við hönnun tölvuleikja auk þess sem þrívíða forritunarumhverfið Alice er notað við gerð leikjanna. Afar skemmtilegt námske

Stóra-Upplestrarkeppnin
Stóra-Upplestrarkeppnin fór fram 16. mars sl. í Patreksskóla. Tólf nemendur tóku þátt, fjórir frá Patreksskóla, fórir frá Tálknafjarðarskóla og fjórir úr Bíldudalsskóla. Þeir nemendur sem komu frá Bíldudalsskóla voru: Tómas Henry Arnarsson, Katrín Una Garðarsdóttir, Þorkell Víkingsson og Þóroddur Víkingsson. Nemendur lásu upp úr Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, fluttu ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og eitt ljóð að auki sem nemendur máttu velja sjálfir. Krakka

Blár apríl
Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og þriðjudaginn 4. apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum. Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinn

Þýskubíllinn
Nemendur á mið-og unglingastigi fengu skemmtilega heimsókn í dag. Þýskubíllinn sem er á leið sinni um landið kom við í Bíldudalsskóla. Tilgangurinn með heimsókninni er að vekja áhuga á þýsku og þýskri menningu. Nemendur fengu að spreyta sig í þýsku, horfðu á skemmtilegt tónlistarmyndband, fræddust um merka staði í Þýskalandi og skoðuðu kort af landinu. Í lokin fengu nemendur þýska fánann að gjöf og gjafapoka. Virkilega skemmtileg heimsókn sem svo sannarlega vakti áhuga á

Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin í Vesturbyggð og Tálknafirði verður haldin í Sal Patreksskóla fimmtudaginn 16.mars kl 17.00. Ykkur er hér með boðið að koma og taka þátt í hátíðinni með okkur. Allir eru velkomnir.

Öskudagur
Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum í morgun. Nemendur klæddust grímubúningum og tóku þátt í öskudagsfjöri sem skipulagt var að unglingadeild skólans. Þar var farið í leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni. Að því loknu fóru nemendur saman um bæinn og sníktu sér góðgæti.