Leikið úti í snjónum

Þrátt fyrir spá um ofsaveður á landinu, létu nemendur á yngsta stigi það ekki stoppa sig og léku sér úti í snjónum í dag.

Tröllabók

Nemendur á yngsta stigi unnu verkefni í þorravikunni tengt sögunni Búkollu. Þar sem sköpunargleði nemanda fékk að njóta sín. Útkoman var fjölbreyttar og skemmtilegar myndir þar sem hver túlkaði sinn sögubút. Nú er búið að binda myndir nemanda saman inn í stóra bók sem prýðir kennslustofuna.

Heimsókn frá leikskólanum Tjarnarbrekku

Í vikunni fengu nemendur á yngsta stigi skemmtilega heimsókn frá elstu nemendum á leikskólanum Tjarnarbrekku. Nemendur í 1. – 4. bekk hafa verið að vinna með sveitina og sveitastörf undanfarið og gátu því deilt fróðleik um sauðfé. Þá föndruðu allir kindur til að taka með sér heim. Að því loknu fóru allir nemendur út og léku sér saman á sparkvellinum í stórfiskaleik.

Heimsókn á leikskólann Tjarnarbrekku

Nemendur á yngstastigi Bíldudalsskóla heimsóttu nemendur á leikskólanum Tjarnarbrekku í morgun. Þeim var skipt niður á sex skemmtilegar stöðvar þar sem þau gátu leirað, leikið með kubba, farið í búningaleik og fleira. Þökkum nemendum á Tjarnarbrekku kærlega fyrir boðið, alltaf skemmtilegt að vera saman.

Þorrablót

Nemendur í Bíldudalsskóla héldu þorrablót í dag að viðstöddum gestum. Dagskráin samanstóð af verkefnakynningu nemenda, söng og dansi. Yngsta stigið las söguna um Búkollu og sýndi myndskreytta risabók sem þau höfðu gert. Miðstigið tók þjóðsönginn í talkór, sýndu upplestur á myndbandi um gömlu mánaðarheitin og veggspjöld um þorramat. Unglingastigið útbjó veggspjöld með hetjum úr Íslendingasögunum sem 10. bekkur kynnti og svo bökuðuð þau hveitikökur. Að lokum dönsuðu allir „kokkinn“ undir harmonikkuleik Jóns Ingimarssonar en Gísli Ægir stýrði söng. Allir gæddu sér svo á dásemdar þorramat að skemmtidagskrá lokinni.

Dagur stærðfræðinnar

Í dag 3. febrúar er Dagur stærðfræðinnar. Af því tilefni unnu nemendur á yngsta stigi fjölbreytt verkefni. Nemendur fengust við mælingar bæði á lengd og þyngd, spiluðu stærðfræði keilu, ásamt því að vinna í stærðfræði forritum í spjaldtölvum.

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is