Kynning á veiðarfærum

Í dag fengu nemendur á yngsta stigi skemmtilega heimasókn í tengslum við verkefni um hafið og fjöruna. Bjössi pabbi Mardísar Ylfu í 1. bekk kom í heimsókn og fræddi nemendur um veiðarfæri og sjómennskuna. Nemendur fengu að skoða veiðafæri eins og s.s. net, skak-króka, króka sem notaðir voru til að veiða smokkfisk hér áður fyrr. Auk þess sýndi hann þeim hvernig á gera við net sem komið hefur gat á og hvernig band er splæst saman. Nemendur fengu síðan að spreyta sig sjálfir í krakka-splæsi. Við þökkum Bjössa kærlega fyrir skemmtilega og fræðandi heimsókn.

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskar tungu var haldinn 16. nóvember sl. Að því tilefni unnu nemendur verkefni tengd íslenskri tungu. Yngsta stig skólans vann með kvæðið Úr æsku eftir Jónas Hallgrímsson. Skipt var í tvær stöðvar á þeirri fyrri var farið yfir merkingu kvæðisins ásamt því að nemendur sömdu sitt eigið kvæði sem þeir síðan lásu fyrir samnemendur sína. Á meðan spilaði hinn hópurinn á hljóðfæri og söng kvæðið.

Bíldudalsskóli 1966-2016

Bíldudalsskóli hélt uppá 50 ára afmæli „nýja“ skólans með pompi og prakt föstudaginn 18. nóvember milli kl. 10 og 12. Dagskráin byrjaði á því að skólastjóri bauð alla velkomna, þá flutti Jörundur Garðarsson kveðju frá fyrsta skólastjóra í núverandi byggingu Pétri Bjarnasyni og fór stuttlega yfir sögu skólahalda á Bíldudal. Bæjarstjóri Vesturbyggðar flutti einnig kveðju og færði Bíldudalsskóla fh. Vesturbyggðar afmælisgjöf sem nemendur og starfsfólk ráðstafa í þágu nemenda. Þá færði Guðbjörg Theódórs skólanum gjafabréf að upphæð 50.000.- kr. fyrir hönd Slysavarnardeildarinnar Gyðu á Bíldudal og að þessu loknu spilaði lúðrasveit Tónlistarskóla Vesturbyggðar undir stjórn Marte Engelseen Strandb

Bangsinn Vinur

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa eignast nýjan bekkjarfélaga. Það er lítill bangsi sem hefur fengið nafnið Vinur. Nemendur skiptast á að taka Vin með sér heim viku í senn. Á meðan heimsókninni stendur halda nemendur dagbók um hvað hann gerir þá vikuna. Að þeim tíma loknum mæta nemendur í skólann og segja samnemendum sínum frá því hvað Vinur hefur verið að brasa síðustu daga. Mikil ánægja er með Vin meðal nemenda og spenna hvar hann fær að dvelja næst.

Vinavika

Vinavika var haldin í skólanum daganna 7. – 10. nóvember. Markmið vikunnar er m.a. að vinna gegn einelti en baráttudagur gegn einelti var 8. nóvember. Vikan fer þannig fram að hver nemandi dregur einn leynivin. Nemendur senda síðan fallega kveðju til síns vinar eða skiptast á litlum gjöfum. Á miðvikudaginn unnu allir nemendur saman eitt stórt verkefni sem táknar samheild allra í skólanum. Á lokadeginum komu allir nemendur skólans saman og haldin var vinastund. Sungið var vináttu lag ásamt því að uppljóstra um hver eigi hvaða leynivin. Nemendur gáfu sínum leynivin æðibita þar sem öll erum við æði.

Brúum bilið

Í dag föstudag komu nemendur af elstu deild leikskólans í heimsókn til 1. – 4. bekkjar. Heimsóknin er hluti af samstarfsverkefninu Brúum bilið þar sem bilið milli leik- og grunnskóla er brúað. Nemendur fóru í stöðvavinnu þar sem nemendur unnu með bókstafinn sinn, bjuggu til pítsu með formum á, byggðu úr Kapla kubbum og Lego ásamt því að vinna í iPad.

Varðskipið Týr

Síðastliðinn fimmtudag bauð Landhelgisgæsla Íslands nemendum og starfsfólki Bíldudalsskóla um borð í varðskipið Tý. Það var virkilega vel tekið á móti okkur. Við fengum að skoða hvern krók og kima um borð, boðið var upp á léttar veitingar og að lokum var öllum sem vildu boðið í æsispennandi bátsferð. Frábær og skemmtileg heimsókn.

Starfsmaður óskast í frístund

Starfsmann vantar í Frístundina á Bíldudal. Um er að ræða 50% starf með nemendum í 1.-4.bekk Bíldudalsskóla kl 13.00-16.00 alla skóladaga. Áhugasamir hafi samband við fræðslustjóra Nönnu Sjöfn í síma 4502335/8641424 eða hjá nanna@vesturbyggd.is StartFragment EndFragment

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is