Staða forfallakennara

Við Bíldudalsskóla er laus tímabundin staða forfallakennara skólaárið 2016-2017 Almenn kennsla á mið- og unglingastigi í forföllum Umsjónarkennsla á unglingastigi í forföllum Helstu námsgreinar í forfallakennslu Íslenska og erlend tungumál á unglingastigi Stærðfræði á mið- og unglingastigi og íslenska á miðstigi Menntunar- og hæfniskröfur Leyfisbréf til kennslu í grunnskóla Reynsla og áhugi á að starfa með börnum Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi Faglegur metnaður Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Snót Guðmundsdóttir, skólastjóri í sím

Fjármálafræðsla

Nemendur í 9. og 10. bekk fengu fjármálafræðslu á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja sem hafa undanfarin tvö ár staðið fyrir skólaheimsóknum í 10. bekki með námsefni um fjármál - Fjármálavit. Námefnið er þróað í samstarfi við kennaranema og er ætlað að mæta þörfinni á samræmdu kennsluefni í fjármálafræðslu í grunnskólum. Allir grunnskólar á landinu fengu boð um heimsókn þar sem starfsfólk aðildarfélaga samtakanna koma inn í skólastofu og vinna verkefni með nemendum. Engin tenging er við vörumerki einstakra fjármálafyrirtækja og eingöngu er notast við bréfsefni og merki Fjármálavits. Á síðasta skólaári fengu 3700 nemendur í 10. bekk á öllu landinu heimsókn frá Fjármálaviti og unnu verkefni úr

Forsetaheimsókn

Okkur hlotnaðist sá heiður að fá forseta Íslands og frú í heimsókn í Bíldudalsskóla. Nemendur leikskólans og yngsta stigs sungu þrjú lög og lúðrasveit Tónlistarskóla Vesturbyggðar spiluðu. Þegar forsetahjónin höfðu skoðað skólann og fengið kynningu á honum ræddi forsetinn við nemendur. Það voru ýmsar spurningar sem hann fékk, eins og af hverju áttu svona flottan bíl? Hver er uppáhalds knattspyrnukonan þín? Hver heldur þú að vinni ensku deildina? Að loknum spurningum fengu allir sem vildu spjalla óformlega við forsetann og taka myndir eða sjálfu. Bíldudalsskóli þakkar forsetahjónunum kærlega fyrir komuna og afar ánægjulega heimsókn.

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is