Norræna skólahlaupið

Nemendur í Bíldudalsskóla hlupu Norræna skólahlaupið í blíðskaparveðri í morgun. Markmið með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkamann og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Þrjár vegalengdir voru í boði, 2,5 km., 5 km. og 10. km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.

7. bekkur í samræmdum prófum

Í morgun þreyttu nemendur í 7. bekk seinna samræmda prófið sem var í stærðfræði. Þetta er í fyrsta skipti sem prófin eru rafræn og má segja að allt hafi gengið vel tæknilega séð. í næstu viku tekur 4. bekkur próf í íslensku og stærðfræði með rafrænum hætti.

Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur á mið- og unglingastigi á mánudaginn. Hann talaði við nemendur á unglingastigi um að þau leggi sig fram og beri ábyrgð á sinni vegferð og séu flottir karakterar. Á miðstigi fjallaði Þorgrímur um sterka liðsheild — hvað getum við lært af landsliðinu í fótbolta. Nemendur fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenska landsliðinu en Þorgrímur hefur unnið með liðinu í 10 ár. Hann rökstuddi það að hver bekkur eigi að vera sterk liðsheild og tala um þjálfara/kennara, fyrirliða/leiðtoga og nefndi dæmi þess að nemendur geti náð frábærum árangri með því að hjálpast að og sýna samstöðu. Bíldudalsskóli þakkar Þorgrími Þráinssyni kærlega fyrir komuna en myndirna

Fundur með læsisráðgjöfum

Miðvikudaginn 21. september koma læsisráðgjafar frá Menntamálastofnun og funda með foreldrum og kennurum. Það sem verður farið yfir á fundinum er m.a.: Hvað er læsi og að geta lesið sér til gagns? Þróun læsis frá upphafi leikskóla til lok grunnskóla. Aðferðir til að efla lesskilning. Ráðleggingar til foreldra um hvernig þeir geti stuðlað að farsælu læsisnámi barna sinna. Fundurinn er fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna og hefst hann kl. 20:00 í Bíldudalsskóla miðvikudagskvöldið 21. september. Foreldrar eru eindregið hvattir til að mæta enda afar mikilvægt og brýnt viðfangsefni.

Valgreinar á unglingastigi

Nú eru valgreinar á unglingastigi komnar í fullan gang en á haustönn höfðu nemendur um margt áhugavert að velja. Það sem nemendur í Bíldualsskóla gátu valið um var t.d., evrópskar kvikmyndir, aukinn færni í dönsku, ensku og íslensku, grunnatriði stærðfræði, yndislestur, áhugasvið, frímínútnaleiki, tónlistarskóli, tónmennt o. fl. Þá er Bíldudalsskóli í samstarfi við heldriborgara í Selinu og leikskólann Tjarnarbrekku en þeir nemendur sem völdu það, heimsækja þessa staði einu sinni í viku og taka þátt í því starfi sem þar fer fram.

Haustfundur og námsgagnakynning

Í gær komu foreldrar saman á haustfund og námsgagnakynningu Bíldudalsskóla. Fundurinn var vel sóttur en meðal annars var farið yfir helstu áhersluþætti vetrarins, s.s. valgreinar, mentor, heilsueflandi skóla, grænfánann, heimasíðu og foreldrafélag. Eftir fundinn bauðst foreldrum að kynna sér námsgögn nemenda og nýtt einkunnakerfi þar sem lögð er áhersla á hæfni nemenda. Við þökkum foreldrum fyrir góða mætingu og áhugaverðar umræður.

Sundnámskeið yngsta stigs

Þessa dagana fer fram sundnámskeið hjá 1.-4. bekk en kennt er í íþróttamiðstöðinni Bröttuhlíð á Patreksfirði. Sundkennari/leiðbeinandi yngsta stigsins heitir Sara Björg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Sara Björg er með einkaþjálfarapróf og útskrifaðist með stúdentspróf og sjúkraliðapróf frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Hún hefur hefur lokið 60e í ensku og þjóðfræði og stefnir að því að klára hjúkrunarfræðina næsta vor. Sara Björg hefur æft sund frá unga aldri.

Frístund

Fístundin byrjar mánudaginn 12. september en Zane Kauzena mun starfa þar í vetur. Starfsmaðurinn byrjar alltaf í skólanum kl. 13:10, fylgir nemendum í íþróttaskólann og fer svo með þeim í Gamla skóla þar sem starfsemin verður. Skráningarblöðin verða þar og eru foreldrar beðnir um að fylla þau út á fyrsta degi.

Skipulagsdagur

Skipulagsdagur verður í Bíldudalsskóla föstudaginn 9. september og þar af leiðandi frí hjá nemendum.

Bíldudals bingó

Fimmtudaginn 1. september komu þeir Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson í heimsókn til okkar og lásu fyrir okkur upp úr bókinni sinni Bíldudals bingó, sem segir frá uppvaxtarárum þeirra hérna á Bíldudal. Þeir félagar sögðu okkur margar skemmtilegar sögur um það sem þeir brölluðu dags daglega sem litlir strákar og var það mjög skemmtileg heimsókn. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna!

Eldri fréttir
Fréttasafn
Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is